Lúxusjeppi af stærri gerðinni Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 10:15 Laglegur á velli og langur Reynsluakstur – Mercedes Benz GL350 Jeppum og jepplingum fer mjög fjölgandi í Mercedes Benz fjölskyldunni en sá allra stærsti þeirra er GL-gerðin. Hann er í stuttu máli risastór og með rými fyrir 7 farþega. Núverandi gerð bílsins er af annarri kynslóð og er hann nýkominn á markað. Fyrsta kynslóð bílsins var kynnt fyrir 6 árum síðan. Það er ávallt áhrifamikið að stíga uppí svo stóra bíla sem þennan sem hlaðinn er lúxus og tilfinningin dálítið eins og ökumanni finnist hann eins og kóngur á veginum. Á árum áður máttu eigendur stórra jeppa venjast því að borga vel fyrir sopann á bensínstöðvunum, en nú eru breyttir tímar því þessi bíll er með sparneytna 3,0 lítra dísilvél sem í skemmtilegum reynsluasktri utanbæjar eyddi aðeins 9,5 lítrum á hverja 100 kílómetra. Það verður að teljast ári gott fyrir svo stóran bíl og ekki jókst eyðslan að ráði innanbæjar. GL-jeppinn er framleiddur í landi hinna stóru bíla, Bandaríkjunum, enda líklega vænlegustu kaupendur heims þar að finna á svo stórum bíl. Þeir eru þó allnokkrir sem hugsað gætu sér að eiga slíkan bíl hérlendis og hafa efni á því, enda svona bíll afar hentugur fyrir íslenska vegi.Stór en fyrir því finnst ekkiEins stórir bílar sem þessi verða stundum eins og olíuskip í akstri, en það á alls ekki við þennan bíl. Hann er óvenju lipur þrátt fyrir alla sína stærð. Einhvernvegin finnur ökumaður ekki fyrir allri þessari stærð bílsins við akstur og það er ekki fyrr en gjóað er auga aftur eftir bílnum sem stærðin verður ljós. Hrikalega vel fer um alla farþega bílsins og rýmið í aftursætinu er með því allra besta. Meira að segja eru aukasætin í þriðju röðinni þægileg og rúma hreint ágætlega fullorðna. Þegar þau eru niðri er flutningsrými bílsins mjög stórt, allt að 2.300 lítrar. Fyrir vikið er þessi bíll algjör draumur ferðalangsins og má taka marga farþega og mikinn farangur með í för. Innrétting GL350 er lagleg og stílhrein, en án íburðar og samkeppnisbílar frá Porsche, Range Rover og Audi eru með fallegri innréttingum. Leður og viðarinnleggingar ráða ferðinni og hefur allvel lukkast til en fegurðarverðlaunin fara annað. Í lengri akstri fer þessi bíll einkar vel með farþega og framsætin eru góð og þreyttist ökumaður ekki þó langt væri farið. Leðurklædd sætin eru flott og rafstýrð. Takkarnir fyrir rafstýringu sætanna eru á betri stað í þessum bíl, en hjá flestum öðrum framleiðendum, eða í bestu hæð á hurðunum og er þetta eitt af einkennum Mercedes Benz bíla. Fyrir vikið þurfa þeir sem í framsætunum eru ekki að þreifa sig áfram með fingrunum eftir hliðum sætanna og prófa sig áfram með fikti. Stillingarnar í Benz skýra sig sjálfar og engu þarf að venjast, bara framkvæma.Dugleg dísilvélGL-jeppann má fá með 3,0 lítra dísilvél sem er 258 hestöfl og var reynsluakstursbíllinn þannig. Hann býðst einnig með V8 bensínvél sem er annaðhvert 435 hestöfl eða AMG útgáfuna með 557 hestafla vél. Sá bíll kostar reyndar kostar litlar 32,4 milljónir króna, en sá aflminni 23,8. Með dísilvélinn kostar GL rétt innan við 16 milljónir og munar því ansi miklu á útfærslum bílsins. Þessi dísilvél er ári dugleg og dugar þessum stóra bíl ágætlega. Bíllinn er ári sprækur og tekur sprettinn í hundraðið á um 8 sekúndum með aðstoð góðrar 7 gíra sjálfskiptingar. Hann er ferlega góður á siglingunni og það þarf að passa sig hversu viljugur hann er þar, en ómögulegt er að fatta þegar hann er kominn á nokkra tuga kílómetra hraða meira en löglegt er. Fyrir því finnst bara ekki. Bíllinn er mjög hljóðlátur og er það einn af stórum kostum bílsins. Þó hratt sé farið er nánast ekkert vélar-, vind- eða dekkjahljóð. Þá má njóta ágætra hljóðtækjanna á meðan, eða líða áfram í dásamlegri þögn og sjúga inn fegurð landins sem á silkiskýi. Bíllinn er með loftpúðafjöðrun og má hækka bílinn eftir aðstæðum. Fyrir vikið verður bíllinn ágætasta torfærutæki og hann fer jafn vel með farþega á möl og malbiki. Bíllinn er einstaklega lipur í akstri og þægilegur og hliðarhalli í beygjum er minni en ætla mætti fyrir svona bíl. Eins og áður sagði er eyðsla þessarar 3,0 l. dísilvélar til fyrirmyndar og aldrei sást hærri tala en 10 lítrar á hundraðið. Því er þessi bíll ódýr í rekstri og á tankfylli kemst hann 800 kílómetra.Mikið breyttur bíll og léttariTil vitnis um stærð Mercedes Benz GL350 er hann lengri en Range Rover þó aðeins grennri sé. Mikið hefur breyst í bílnum frá fyrri kynslóð þó svo ytra útlitið beri það ekki mikið með sér. Undirvagn hans er alveg nýr og tekist hefur að létta bílinn um 90 kg en samt er hann heil 2.445 kg. Vélin er eyðslugrennri og á það reyndar við alla vélarkostina sem í boði eru. Eyðsla dílisvélarinnar hefur minnkað um 24% og munar um minna og mengun hennar hefur lækkað um 14%. Það vekur nokkra athygli að frá B-pósti bílsins og framúr er GL eiginlega eins og talsvert ódýrari ML jeppi Mercedes Benz. Auðvitað felst í því sparnaður og það er ekki eins og þar fari ljót innrétting, en verðbilið gæti þó réttlætt einhvern mun. GL-jeppinn er mjög eigulegur bíll og hækkanleg loftpúðafjöðrun hans og góðir torfærueiginleikar bæta um betur. Hann á þó nokkra samkeppnisbíla sem hver um sig hafa sína kosti. Porsche Cayenne Diesel er ódýrari en nokkru minni og kostar tæpar 15 milljónir. Range Rover er ekki ósvipaður að stærð en kostar miklu meira, eða 24 milljónir. Það á einnig við Toyota Land Cruiser 200 með dísilvél sem kostar 20,2. Land Rover Discovery er aðeins minni en kostar rétt undir 11 milljónum. Hann er reyndar nokkru aflminni. Því má segja að Mercedes Benz GL sé afar vænlegur kostur í flokki lúxusjeppa.Kostir: Stærð, lítil eyðsla, góð smíðiÓkostir: Látlaus innrétting, mikil þyngd 3,0 l. dísilvél, 258 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 7,5 l./100 km í bl. akstriMengun: 192 g/km CO2Hröðun: 7,9 sek.Hámarkshraði: 220 km/klstVerð frá: 15.980.000 kr.Umboð: AskjaLeðurinnrétting, þrjár sóllúgur og afþreyingarskjáir fyrir aftursætisfarþega eru ágætt dæmi um lúxusinn. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent
Reynsluakstur – Mercedes Benz GL350 Jeppum og jepplingum fer mjög fjölgandi í Mercedes Benz fjölskyldunni en sá allra stærsti þeirra er GL-gerðin. Hann er í stuttu máli risastór og með rými fyrir 7 farþega. Núverandi gerð bílsins er af annarri kynslóð og er hann nýkominn á markað. Fyrsta kynslóð bílsins var kynnt fyrir 6 árum síðan. Það er ávallt áhrifamikið að stíga uppí svo stóra bíla sem þennan sem hlaðinn er lúxus og tilfinningin dálítið eins og ökumanni finnist hann eins og kóngur á veginum. Á árum áður máttu eigendur stórra jeppa venjast því að borga vel fyrir sopann á bensínstöðvunum, en nú eru breyttir tímar því þessi bíll er með sparneytna 3,0 lítra dísilvél sem í skemmtilegum reynsluasktri utanbæjar eyddi aðeins 9,5 lítrum á hverja 100 kílómetra. Það verður að teljast ári gott fyrir svo stóran bíl og ekki jókst eyðslan að ráði innanbæjar. GL-jeppinn er framleiddur í landi hinna stóru bíla, Bandaríkjunum, enda líklega vænlegustu kaupendur heims þar að finna á svo stórum bíl. Þeir eru þó allnokkrir sem hugsað gætu sér að eiga slíkan bíl hérlendis og hafa efni á því, enda svona bíll afar hentugur fyrir íslenska vegi.Stór en fyrir því finnst ekkiEins stórir bílar sem þessi verða stundum eins og olíuskip í akstri, en það á alls ekki við þennan bíl. Hann er óvenju lipur þrátt fyrir alla sína stærð. Einhvernvegin finnur ökumaður ekki fyrir allri þessari stærð bílsins við akstur og það er ekki fyrr en gjóað er auga aftur eftir bílnum sem stærðin verður ljós. Hrikalega vel fer um alla farþega bílsins og rýmið í aftursætinu er með því allra besta. Meira að segja eru aukasætin í þriðju röðinni þægileg og rúma hreint ágætlega fullorðna. Þegar þau eru niðri er flutningsrými bílsins mjög stórt, allt að 2.300 lítrar. Fyrir vikið er þessi bíll algjör draumur ferðalangsins og má taka marga farþega og mikinn farangur með í för. Innrétting GL350 er lagleg og stílhrein, en án íburðar og samkeppnisbílar frá Porsche, Range Rover og Audi eru með fallegri innréttingum. Leður og viðarinnleggingar ráða ferðinni og hefur allvel lukkast til en fegurðarverðlaunin fara annað. Í lengri akstri fer þessi bíll einkar vel með farþega og framsætin eru góð og þreyttist ökumaður ekki þó langt væri farið. Leðurklædd sætin eru flott og rafstýrð. Takkarnir fyrir rafstýringu sætanna eru á betri stað í þessum bíl, en hjá flestum öðrum framleiðendum, eða í bestu hæð á hurðunum og er þetta eitt af einkennum Mercedes Benz bíla. Fyrir vikið þurfa þeir sem í framsætunum eru ekki að þreifa sig áfram með fingrunum eftir hliðum sætanna og prófa sig áfram með fikti. Stillingarnar í Benz skýra sig sjálfar og engu þarf að venjast, bara framkvæma.Dugleg dísilvélGL-jeppann má fá með 3,0 lítra dísilvél sem er 258 hestöfl og var reynsluakstursbíllinn þannig. Hann býðst einnig með V8 bensínvél sem er annaðhvert 435 hestöfl eða AMG útgáfuna með 557 hestafla vél. Sá bíll kostar reyndar kostar litlar 32,4 milljónir króna, en sá aflminni 23,8. Með dísilvélinn kostar GL rétt innan við 16 milljónir og munar því ansi miklu á útfærslum bílsins. Þessi dísilvél er ári dugleg og dugar þessum stóra bíl ágætlega. Bíllinn er ári sprækur og tekur sprettinn í hundraðið á um 8 sekúndum með aðstoð góðrar 7 gíra sjálfskiptingar. Hann er ferlega góður á siglingunni og það þarf að passa sig hversu viljugur hann er þar, en ómögulegt er að fatta þegar hann er kominn á nokkra tuga kílómetra hraða meira en löglegt er. Fyrir því finnst bara ekki. Bíllinn er mjög hljóðlátur og er það einn af stórum kostum bílsins. Þó hratt sé farið er nánast ekkert vélar-, vind- eða dekkjahljóð. Þá má njóta ágætra hljóðtækjanna á meðan, eða líða áfram í dásamlegri þögn og sjúga inn fegurð landins sem á silkiskýi. Bíllinn er með loftpúðafjöðrun og má hækka bílinn eftir aðstæðum. Fyrir vikið verður bíllinn ágætasta torfærutæki og hann fer jafn vel með farþega á möl og malbiki. Bíllinn er einstaklega lipur í akstri og þægilegur og hliðarhalli í beygjum er minni en ætla mætti fyrir svona bíl. Eins og áður sagði er eyðsla þessarar 3,0 l. dísilvélar til fyrirmyndar og aldrei sást hærri tala en 10 lítrar á hundraðið. Því er þessi bíll ódýr í rekstri og á tankfylli kemst hann 800 kílómetra.Mikið breyttur bíll og léttariTil vitnis um stærð Mercedes Benz GL350 er hann lengri en Range Rover þó aðeins grennri sé. Mikið hefur breyst í bílnum frá fyrri kynslóð þó svo ytra útlitið beri það ekki mikið með sér. Undirvagn hans er alveg nýr og tekist hefur að létta bílinn um 90 kg en samt er hann heil 2.445 kg. Vélin er eyðslugrennri og á það reyndar við alla vélarkostina sem í boði eru. Eyðsla dílisvélarinnar hefur minnkað um 24% og munar um minna og mengun hennar hefur lækkað um 14%. Það vekur nokkra athygli að frá B-pósti bílsins og framúr er GL eiginlega eins og talsvert ódýrari ML jeppi Mercedes Benz. Auðvitað felst í því sparnaður og það er ekki eins og þar fari ljót innrétting, en verðbilið gæti þó réttlætt einhvern mun. GL-jeppinn er mjög eigulegur bíll og hækkanleg loftpúðafjöðrun hans og góðir torfærueiginleikar bæta um betur. Hann á þó nokkra samkeppnisbíla sem hver um sig hafa sína kosti. Porsche Cayenne Diesel er ódýrari en nokkru minni og kostar tæpar 15 milljónir. Range Rover er ekki ósvipaður að stærð en kostar miklu meira, eða 24 milljónir. Það á einnig við Toyota Land Cruiser 200 með dísilvél sem kostar 20,2. Land Rover Discovery er aðeins minni en kostar rétt undir 11 milljónum. Hann er reyndar nokkru aflminni. Því má segja að Mercedes Benz GL sé afar vænlegur kostur í flokki lúxusjeppa.Kostir: Stærð, lítil eyðsla, góð smíðiÓkostir: Látlaus innrétting, mikil þyngd 3,0 l. dísilvél, 258 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 7,5 l./100 km í bl. akstriMengun: 192 g/km CO2Hröðun: 7,9 sek.Hámarkshraði: 220 km/klstVerð frá: 15.980.000 kr.Umboð: AskjaLeðurinnrétting, þrjár sóllúgur og afþreyingarskjáir fyrir aftursætisfarþega eru ágætt dæmi um lúxusinn.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent