1.700 hestafla Nissan GT-R á 402 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 10:30 Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent
Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent