Í eldhúsinu hennar Evu - Ítalskar kjötbollur 22. október 2013 16:30 Fyrsti þáttur Í eldhúsinu hennar Evu á Stöð 3. Hér býr Eva Laufey til ljúffengar ítalskar kjötbollur fyrir fjóra til fimm. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Í eldhúsinu hennar Evu er á dagskrá Stöðvar 3 á mánudagskvöldum klukkan 20.45. Rauða sósan 1 msk ólífuolía 2 -3 hvítlauksrif, marin 1/2 laukur, smátt skorinn 2 dósir hakkaðir tómatar 4 dl vatn 1/2 kjúklingateningur 1- 2 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 – 2 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 1 tsk. agave síróp salt og pipar, magn eftir smekk Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 - 2 mínútur. Bætið restinni af hráefnum út á pönnuna og leyfið sósunni að malla við vægan hita í 15 – 20 mínútur. Ítalskar kjötbollur 500 g. nautahakk 1 dl. brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk. fersk basílika, smátt söxuð 2 msk rifinn parmesanostur 1 egg, létt pískað salt og pipar, magn eftir smekk 1 msk. olía Blandið öllum hráefnum saman með höndunum. Mótið litlar kúlur, passið að hafa þær ekki of stórar vegna þess að þá er hætta á að þær klofni þegar þær fara ofan í sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í smá stund. Látið síðan bollurnar ofan í sósuna, leyfið bollunum að malla við vægan hita í 15 - 20 mínútur. Mér finnst best að bera bollurnar fram með spagettí en hægt er að nota hvaða pastategund sem er, bara þá tegund sem ykkur þykir best. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið spagettíið á fat og raðið síðan bollunum ofan á og hellið sósunni yfir. Rífið duglega af ferskum Parmesanosti yfir og skreytið með nokkrum ferskum basilíkulaufum. . Eva Laufey Kjötbollur Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Fyrsti þáttur Í eldhúsinu hennar Evu á Stöð 3. Hér býr Eva Laufey til ljúffengar ítalskar kjötbollur fyrir fjóra til fimm. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Í eldhúsinu hennar Evu er á dagskrá Stöðvar 3 á mánudagskvöldum klukkan 20.45. Rauða sósan 1 msk ólífuolía 2 -3 hvítlauksrif, marin 1/2 laukur, smátt skorinn 2 dósir hakkaðir tómatar 4 dl vatn 1/2 kjúklingateningur 1- 2 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 – 2 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 1 tsk. agave síróp salt og pipar, magn eftir smekk Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 - 2 mínútur. Bætið restinni af hráefnum út á pönnuna og leyfið sósunni að malla við vægan hita í 15 – 20 mínútur. Ítalskar kjötbollur 500 g. nautahakk 1 dl. brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk. fersk basílika, smátt söxuð 2 msk rifinn parmesanostur 1 egg, létt pískað salt og pipar, magn eftir smekk 1 msk. olía Blandið öllum hráefnum saman með höndunum. Mótið litlar kúlur, passið að hafa þær ekki of stórar vegna þess að þá er hætta á að þær klofni þegar þær fara ofan í sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í smá stund. Látið síðan bollurnar ofan í sósuna, leyfið bollunum að malla við vægan hita í 15 - 20 mínútur. Mér finnst best að bera bollurnar fram með spagettí en hægt er að nota hvaða pastategund sem er, bara þá tegund sem ykkur þykir best. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið spagettíið á fat og raðið síðan bollunum ofan á og hellið sósunni yfir. Rífið duglega af ferskum Parmesanosti yfir og skreytið með nokkrum ferskum basilíkulaufum. .
Eva Laufey Kjötbollur Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira