Aflmikill, ódýr, léttur og sparneytinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 13:15 Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent
Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent