Hvítur litur á bílum ennþá vinsælastur Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 13:15 Hvítir bílar eru nú 25% allra seldra nýrra bíla. Vinsælasti bíllitur heims þriðja árið í röð er í raun ekki litur, heldur hvítur. Fjórði hver bíll sem seldur er í heiminum um þessar mundir er hvítur. Þessar upplýsingar koma frá stærsta seljanda bílalakks í heiminum, PPG Industries. Hvítum seldum bílum á þessu ári hefur fjölgað hlutfallslega um 3% frá því í fyrra. Áður en hvítur litur varð sá vinsælasti réði silfurliturinn ríkjum og hafði þá gert það í meira en áratug. Litavalið virðist breytast mjög mikið milli áratuga, til að mynda er grænn nú óvinsælasti liturinn, en sá litur var mjög vinsæll á tíunda áratug síðustu aldar. Í öðru og þriðja sæti nú eru svartur og silfurlitur, með 19% hlutdeild hvor og í því fjórða er grár með 12%. Því eru fjórir algengustu „litir“ í raun ekki litir, heldur á skalanum milli hvíts og svarts og telja 75% allra seldra nýrra bíla. Það er ekki fyrr en í fimmta sæti sem raunverulegur litur kemur til sögunnar, þ.e. rauður, en 9% þeirra eru þannig. Mikill munur á litavali er eftir hinum ýmsu mörkuðum. Þannig er silfurlitur ennþá langvinsælasti liturinn í Bandaríkjunum með 33% hlutdeild. PPG Industries segir að vænta megi djarfari lita frá fyrirtækinu á allra næstu árum, en það kynnti 60 nýja liti á þessu ári fyrir bílaframleiðendum sem prýða munu bíla næstu ára. Litagleðin verður meiri og þeim litlausu mun fækka, er haft eftir PPG. Meira að segja grænn mun fá stærra hlutverk og rauðum og bláum bílum mun fjölga mjög. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Vinsælasti bíllitur heims þriðja árið í röð er í raun ekki litur, heldur hvítur. Fjórði hver bíll sem seldur er í heiminum um þessar mundir er hvítur. Þessar upplýsingar koma frá stærsta seljanda bílalakks í heiminum, PPG Industries. Hvítum seldum bílum á þessu ári hefur fjölgað hlutfallslega um 3% frá því í fyrra. Áður en hvítur litur varð sá vinsælasti réði silfurliturinn ríkjum og hafði þá gert það í meira en áratug. Litavalið virðist breytast mjög mikið milli áratuga, til að mynda er grænn nú óvinsælasti liturinn, en sá litur var mjög vinsæll á tíunda áratug síðustu aldar. Í öðru og þriðja sæti nú eru svartur og silfurlitur, með 19% hlutdeild hvor og í því fjórða er grár með 12%. Því eru fjórir algengustu „litir“ í raun ekki litir, heldur á skalanum milli hvíts og svarts og telja 75% allra seldra nýrra bíla. Það er ekki fyrr en í fimmta sæti sem raunverulegur litur kemur til sögunnar, þ.e. rauður, en 9% þeirra eru þannig. Mikill munur á litavali er eftir hinum ýmsu mörkuðum. Þannig er silfurlitur ennþá langvinsælasti liturinn í Bandaríkjunum með 33% hlutdeild. PPG Industries segir að vænta megi djarfari lita frá fyrirtækinu á allra næstu árum, en það kynnti 60 nýja liti á þessu ári fyrir bílaframleiðendum sem prýða munu bíla næstu ára. Litagleðin verður meiri og þeim litlausu mun fækka, er haft eftir PPG. Meira að segja grænn mun fá stærra hlutverk og rauðum og bláum bílum mun fjölga mjög.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent