Ford með methagnað í þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 08:45 Ford Focus ST Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent
Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent