Sjálfvirk bensínáfylling Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 09:32 Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent
Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent