Elon Musk segir vetnisbíla vitleysu Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 15:30 Hann sparar ekki stóru orðin hann Elon Musk. Forstjóri Tesla, uppfinningamaðurinn Elon Musk, var staddur í Þýskalandi í síðustu viku og tjáði sig þar mjög opinskátt um framtíð bíliðnaðarins og hversu stórt hlutverk rafmagnsbílar myndu hafi í framtíðinni og hversu brýnt það er að hægja á bruna á jarðefnaeldsneyti á jörðinni. Musk fór einnig yfir aðra tækni sem gerðar hafa verið tilraunir með til að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi, svo sem vetni. Musk sagði að notkun vetnis í bíla væri best lýst með einu orði, þ.e. vitleysa! Hann sagði að eina markmið bílaframleiðenda með að þróa vetnisbíla væri í markaðstilgangi og ímyndarsköpun. Þessi tækni væri alltof dýr og hættuleg. Vetni væri afar hættulegt gas. Það væri heppilegt til notkunar í stórar eldflaugar, en alls ekki í bíla. Þar sem Musk var í Þýskalandi sagði hann frá sérstökum hraðabrautarpakka sem Tesla mun bjóða þýskum kaupendum bílsins. Með honum verður bíllinn hæfari til aksturs á þýskum hraðbrautum, með meira afl og fjöðrun sem ræður við meiri hraða. Hann greindi einnig frá þéttingu nets hleðslustöðva í Þýskalandi og að við enda næsta árs muni enginn Þjóðverji vera lengra frá hleðslustöð en sem næmi 200 km og að 80% þeirra verði nær en 100 km frá næstu hleðslustöð. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
Forstjóri Tesla, uppfinningamaðurinn Elon Musk, var staddur í Þýskalandi í síðustu viku og tjáði sig þar mjög opinskátt um framtíð bíliðnaðarins og hversu stórt hlutverk rafmagnsbílar myndu hafi í framtíðinni og hversu brýnt það er að hægja á bruna á jarðefnaeldsneyti á jörðinni. Musk fór einnig yfir aðra tækni sem gerðar hafa verið tilraunir með til að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi, svo sem vetni. Musk sagði að notkun vetnis í bíla væri best lýst með einu orði, þ.e. vitleysa! Hann sagði að eina markmið bílaframleiðenda með að þróa vetnisbíla væri í markaðstilgangi og ímyndarsköpun. Þessi tækni væri alltof dýr og hættuleg. Vetni væri afar hættulegt gas. Það væri heppilegt til notkunar í stórar eldflaugar, en alls ekki í bíla. Þar sem Musk var í Þýskalandi sagði hann frá sérstökum hraðabrautarpakka sem Tesla mun bjóða þýskum kaupendum bílsins. Með honum verður bíllinn hæfari til aksturs á þýskum hraðbrautum, með meira afl og fjöðrun sem ræður við meiri hraða. Hann greindi einnig frá þéttingu nets hleðslustöðva í Þýskalandi og að við enda næsta árs muni enginn Þjóðverji vera lengra frá hleðslustöð en sem næmi 200 km og að 80% þeirra verði nær en 100 km frá næstu hleðslustöð.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent