Japanskir bílar enn áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 08:45 Toyota bílar í röðum Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent
Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent