Viðskipti erlent

Markaðirnir trúa á Janet Yellen

Haraldur Guðmundsson skrifar
Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans.
Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Mynd/AFP.
Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær þegar fjölmiðlar greindu frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að tilnefna Janet L. Yellen sem næsta seðlabankastjóra landsins.

Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 0,4 prósent og Standard & Poor’s um 0,2 prósent.

Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Hún tekur við af Ben Bernanke, sem hefur stýrt bankanum frá árinu 2005 og mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári.

Lengi var talið að Larry Summ­ers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og efnahagsráðgjafi Baracks Obama, yrði eftirmaður Bernankes. Hann tilkynnti í sumar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir embættinu.

Yellen kemur frá Brooklyn í New York og stýrði áður útibúi seðlabankans í San Francisco. Hún er menntaður hagfræðingur og hefur meðal annars kennt við Harvard-háskóla og London School of Economics.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×