Markaðirnir trúa á Janet Yellen Haraldur Guðmundsson skrifar 10. október 2013 08:43 Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Mynd/AFP. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær þegar fjölmiðlar greindu frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að tilnefna Janet L. Yellen sem næsta seðlabankastjóra landsins. Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 0,4 prósent og Standard & Poor’s um 0,2 prósent. Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Hún tekur við af Ben Bernanke, sem hefur stýrt bankanum frá árinu 2005 og mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Lengi var talið að Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og efnahagsráðgjafi Baracks Obama, yrði eftirmaður Bernankes. Hann tilkynnti í sumar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir embættinu. Yellen kemur frá Brooklyn í New York og stýrði áður útibúi seðlabankans í San Francisco. Hún er menntaður hagfræðingur og hefur meðal annars kennt við Harvard-háskóla og London School of Economics. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær þegar fjölmiðlar greindu frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að tilnefna Janet L. Yellen sem næsta seðlabankastjóra landsins. Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 0,4 prósent og Standard & Poor’s um 0,2 prósent. Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Hún tekur við af Ben Bernanke, sem hefur stýrt bankanum frá árinu 2005 og mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Lengi var talið að Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og efnahagsráðgjafi Baracks Obama, yrði eftirmaður Bernankes. Hann tilkynnti í sumar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir embættinu. Yellen kemur frá Brooklyn í New York og stýrði áður útibúi seðlabankans í San Francisco. Hún er menntaður hagfræðingur og hefur meðal annars kennt við Harvard-háskóla og London School of Economics.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira