At the Gates á Eistnaflugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 09:57 At the Gates þykja líflegir á sviði. Sænska þungarokkshljómsveitin At the Gates verður eitt af aðalnúmerunum á rokkhátíðinni Eistnaflugi næsta sumar en þá verður hátíðin haldin í tíunda sinn. Sveitin spilar melódískt dauðarokk og þykir goðsagnakennd í sínum geira. Stefán Magnússon, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, fagnar komu Svíanna og lofar góðum tónleikum fyrir þeirra hönd. „Þetta er risapungur og algjör handsprengja,“ segir Stefán og segir samkomulag hafa náðst við sveitina í sumar. „Þeir eru yfirleitt aðalnúmerið hvar sem þeir koma fram og klikka ekki á tónleikum. Við erum ekki að fara að upplifa eitthvað prump.“ At the Gates var stofnuð árið 1990 og gaf út sína þekktustu plötu, Slaughter of the Soul, fimm árum síðar. Sveitin þykir ein af þeim merkustu úr sænsku dauðarokksbylgju tíunda áratugarins og drengirnir voru tíðir gestir í þungarokksþáttum evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sínum tíma. „Þeir tóku langa pásu, fimm eða sex ár, en hafa undanfarin ár verið duglegir,“ segir Stefán og aðspurður hvort þeir verði stærsta númer Eistnaflugs segir hann þá vera hjartaásinn. „Ham eru spaðaásinn. Þeir eru alltaf uppáhalds. Þeir hafa ekki spilað á Eistnaflugi síðan 2011 og það verður frábært að fá þá aftur.“ Miðasala á Eistnaflug hefst 1. nóvember og auk At the Gates og Ham koma sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, Zatokrev, The Vintage Caravan og Brain Police fram ásamt fleirum. „Það á eftir að tilkynna margar hljómsveitir til viðbótar. Við ákváðum að hefja miðasölu fyrr en vanalega, en það er þægilegra fyrir erlendu gestina. Það hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir og síðast en við ætlum að reyna að toppa það næsta sumar.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sænska þungarokkshljómsveitin At the Gates verður eitt af aðalnúmerunum á rokkhátíðinni Eistnaflugi næsta sumar en þá verður hátíðin haldin í tíunda sinn. Sveitin spilar melódískt dauðarokk og þykir goðsagnakennd í sínum geira. Stefán Magnússon, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, fagnar komu Svíanna og lofar góðum tónleikum fyrir þeirra hönd. „Þetta er risapungur og algjör handsprengja,“ segir Stefán og segir samkomulag hafa náðst við sveitina í sumar. „Þeir eru yfirleitt aðalnúmerið hvar sem þeir koma fram og klikka ekki á tónleikum. Við erum ekki að fara að upplifa eitthvað prump.“ At the Gates var stofnuð árið 1990 og gaf út sína þekktustu plötu, Slaughter of the Soul, fimm árum síðar. Sveitin þykir ein af þeim merkustu úr sænsku dauðarokksbylgju tíunda áratugarins og drengirnir voru tíðir gestir í þungarokksþáttum evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sínum tíma. „Þeir tóku langa pásu, fimm eða sex ár, en hafa undanfarin ár verið duglegir,“ segir Stefán og aðspurður hvort þeir verði stærsta númer Eistnaflugs segir hann þá vera hjartaásinn. „Ham eru spaðaásinn. Þeir eru alltaf uppáhalds. Þeir hafa ekki spilað á Eistnaflugi síðan 2011 og það verður frábært að fá þá aftur.“ Miðasala á Eistnaflug hefst 1. nóvember og auk At the Gates og Ham koma sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, Zatokrev, The Vintage Caravan og Brain Police fram ásamt fleirum. „Það á eftir að tilkynna margar hljómsveitir til viðbótar. Við ákváðum að hefja miðasölu fyrr en vanalega, en það er þægilegra fyrir erlendu gestina. Það hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir og síðast en við ætlum að reyna að toppa það næsta sumar.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira