Lexus IS bíll ársins hjá Esquire Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 08:45 Lexus IS Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent