Lucasfilm birtir „kitlu“ úr Stjörnustríði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 12:01 Kvikmyndaáhugamenn bíða nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar með mikilli eftirvæntingu en enn er langt í frumsýningu. Myndin verður frumsýnd árið 2015 og mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni. Orðrómur hefur verið á kreiki um að stutt sýnishorn, svokölluð „kitla“, úr myndinni sé væntanlegt en enn bólar ekkert á henni. Lucasfilm birti hins vegar í gær gamla kitlu frá árinu 1976 sem gerð var fyrir fyrstu myndina. Sýnishornið er merkilegt fyrir margar sakir og munu gallharðir aðdáendur taka strax eftir því að ýmis mikilvæg smáatriði sem enduðu í myndinni vantar í kitluna. Eftirminnileg tónlist tónskáldsins Johns Williams var til dæmis ekki tilbúin og vantar því í sýnishornið. Endanlega leturgerð titilsins vantar einnig og geislasverð þeirra Obi-Wans Kenobi og Svarthöfða eru hvít á litinn en í lokaútgáfunni voru þau blá og rauð. Þennan gamla gullmola má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndaáhugamenn bíða nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar með mikilli eftirvæntingu en enn er langt í frumsýningu. Myndin verður frumsýnd árið 2015 og mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni. Orðrómur hefur verið á kreiki um að stutt sýnishorn, svokölluð „kitla“, úr myndinni sé væntanlegt en enn bólar ekkert á henni. Lucasfilm birti hins vegar í gær gamla kitlu frá árinu 1976 sem gerð var fyrir fyrstu myndina. Sýnishornið er merkilegt fyrir margar sakir og munu gallharðir aðdáendur taka strax eftir því að ýmis mikilvæg smáatriði sem enduðu í myndinni vantar í kitluna. Eftirminnileg tónlist tónskáldsins Johns Williams var til dæmis ekki tilbúin og vantar því í sýnishornið. Endanlega leturgerð titilsins vantar einnig og geislasverð þeirra Obi-Wans Kenobi og Svarthöfða eru hvít á litinn en í lokaútgáfunni voru þau blá og rauð. Þennan gamla gullmola má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein