Framleiðslu LR Defender hætt 2015 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 16:15 Land Rover Defender Eftir aðeins tvö ár verður smíði Land Rover Defender bílsins hætt eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent
Eftir aðeins tvö ár verður smíði Land Rover Defender bílsins hætt eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent