Leikarinn Zac Efron hefur fest kaup á glæsivillu í Los Angeles fyrir fjórar milljónir dala, eða tæpar fimm hundruð milljónir króna.
Hinn 25 ára hjartaknúsari fór í meðferð fyrr á árinu vegna kókaínfíknar og misnotkunar áfengis.
Hann þótti stjórnlaus með öllu við tökur á gamanmyndinni Neighbours.
Í nýju glæsivillunni í Hollywood-hæðum eru fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi. Þar leynist einnig vínkjallari, foss, líkamsræktarsalur og afslöppunar-spa.
Zac Efron kaupir glæsivillu
