Íslensk-sænska myndin Hemma hlýtur verðlaun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. október 2013 16:51 Þarna sést leikstjórinn taka við verðlaununum á hátíðinni. Sænsk-íslenska kvikmyndin Hemma, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin, Pusan Bank Award, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Pusan. Hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin í Asíu að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttir, meðframleiðanda myndarinnar. „Þetta er A hátíð, kvikmyndahátíðir eru settar í flokka, aðrar í þessum eru til dæmis kvikmyndahátíðin í Cannes og kvikmyndahátíðin í Berlín,“ segir Guðrún Edda. „Það eru um 218 þúsund manns sem fóru á hátíðina, þannig að fjöldinn er mikill sem sækir hana.“ Verðlaunaféð er 20.000 dollarar eða um tvær og hálf milljón íslenskra króna. Leikstjóri myndarinnar er Maximilian Hult og framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granstöm fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Íslenskir meðframleiðendur eru Guðrún Edda Þórhannesdóttir og Friðrik Þór Friðriksson fyrir Kvikmyndafélagið Hughrif ehf og framkvæmdastjórn var í höndum Tinnu Proppé. Tökur á myndinni fóru fram á Eyrarbakka sumarið 2012 með íslensku tökuliði en stór hluti af aðstandendum myndarinnar eru Íslendingar. Eftirvinnsla fór einnig öll fram hér á landi en myndin hlaut eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Það var verið að frumsýna myndina þarna en hún fer í almennar sýningar hér á landi á næsta ári,“ segir Guðrún Edda. Í myndinni segir frá einfaranum Lou, vel gefinni ungri konu sem býr með móður sinni í stórborg. Lou veit ekki betur en að þær eigi ekki aðra ættingja á lífi og er það því mikið áfall þegar hún fær fregnir af því að móðuramma hennar sé enn á lífi og að afi hennar sé nýlátinn. Gegn vilja móður sinnar ákveður Lou að fara í jarðarför afa síns og flytur til ömmu sinnar.Hér er hægt að nálgast stiklu úr myndinni. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sænsk-íslenska kvikmyndin Hemma, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin, Pusan Bank Award, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Pusan. Hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin í Asíu að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttir, meðframleiðanda myndarinnar. „Þetta er A hátíð, kvikmyndahátíðir eru settar í flokka, aðrar í þessum eru til dæmis kvikmyndahátíðin í Cannes og kvikmyndahátíðin í Berlín,“ segir Guðrún Edda. „Það eru um 218 þúsund manns sem fóru á hátíðina, þannig að fjöldinn er mikill sem sækir hana.“ Verðlaunaféð er 20.000 dollarar eða um tvær og hálf milljón íslenskra króna. Leikstjóri myndarinnar er Maximilian Hult og framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granstöm fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Íslenskir meðframleiðendur eru Guðrún Edda Þórhannesdóttir og Friðrik Þór Friðriksson fyrir Kvikmyndafélagið Hughrif ehf og framkvæmdastjórn var í höndum Tinnu Proppé. Tökur á myndinni fóru fram á Eyrarbakka sumarið 2012 með íslensku tökuliði en stór hluti af aðstandendum myndarinnar eru Íslendingar. Eftirvinnsla fór einnig öll fram hér á landi en myndin hlaut eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Það var verið að frumsýna myndina þarna en hún fer í almennar sýningar hér á landi á næsta ári,“ segir Guðrún Edda. Í myndinni segir frá einfaranum Lou, vel gefinni ungri konu sem býr með móður sinni í stórborg. Lou veit ekki betur en að þær eigi ekki aðra ættingja á lífi og er það því mikið áfall þegar hún fær fregnir af því að móðuramma hennar sé enn á lífi og að afi hennar sé nýlátinn. Gegn vilja móður sinnar ákveður Lou að fara í jarðarför afa síns og flytur til ömmu sinnar.Hér er hægt að nálgast stiklu úr myndinni.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira