Ford ætlar á lúxusbílamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 10:15 Ford Mondeo Vignale Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent