Fótbolti

Hvorum megin enda Frakkar og Svíar? - hugsanlegir mótherjar Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í kvöld í umspil um sæti á HM í Brasilíu 2014 með því að ná öðru sæti í E-riðlinum. Grikkland, Portúgal, Úkraína, Frakkland, Svíþjóð, Rúmenía og Króatía komust líka áfram með sama hætti og Íslendingar en Danir sátu eftir.

Danir urðu í 2. sæti í B-riðlinum en verða að sætta sig við það að vera það lið sem náði slakasta árangrinum af þeim þjóðum sem urðu í annað sæti í sínum riðlum.

Það verður dregið á mánudaginn þar sem liðunum átta er skipt upp í efri og neðri styrkleikaflokk sem fer eftir stöðu þjóðanna á Styrkleikalista FIFA.

Samkvæmt stöðunni á síðasta heimslista þá verða Króatía, Portúgal, Grikkland og Svíþjóð í efri styrkleikaflokknum en í þeim neðri verða síðan Frakkland, Úkraína, Rúmenía og Ísland.

Það munar ekki miklu á Svíþjóð og Frakklandi og svo gæti því farið að þær myndu skipta um styrkleikaflokk. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út á morgun.

Eins og staðan er í dag þá mæta íslensku strákarnir Króatíu, Portúgal, Grikkland eða Svíþjóð í umspilsleikjunum sem fara fram í nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×