Veltur tilvist Jaguar á þessum bíl? Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2013 12:45 Jaguar XS er á stærð við BMW 3 og mun keppa hatrammlega við hann. Í smiðju Jaguar er unnið hörðum höndum að smíði frekar smávaxins bíls sem keppa á við BMW 3-línuna og aðra gæðabíla í þeim stærðarflokki. Mikið veltur á þessum bíl en haft var eftir einum af yfirmönnum Jaguar að tilvist fyrirtækisins velti á því hvernig til tekst með þennan bíl. Það þýðir að ef hann fær ekki góðar móttökur gæti hann orðið síðasti bíllinn sem Jaguar framleiðir. Þessi nýi bíll hefur fengið nafnið XS og á að verða tæknivæddasti, eyðslugrennsti og flottasti bíllinn í þessum stærðarflokki. Hann á ekki að verða jafn góður og bestu bílarnir í flokknum, heldur að slá þeim öllum við og það rækilega. Gott ef satt mun reynast, en það er greinilega mikið undir. Indverskir eigendur Jaguar/Land Rover, Tata, eru greinilega orðnir þreyttir á að Land Rover búi til alla peningana og Jaguar eyði þeim. Grunnsmíði XS bílsins verður líklega einnig notuð fyrir Jaguar jeppling, en einnig fyrir nýja gerð Land Rover Evoque sem fær XL í enda nafns síns. Því er þarna verið að leggja grunn að þremur bílum í einu. Jaguar stefnir að því að ná 5% markaðshlutdeild í þessum stærðarflokki og það þýðir 80.000 bílar á ári. Fyrir aðdáendur Jaguar er bara að vona að það náist. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Í smiðju Jaguar er unnið hörðum höndum að smíði frekar smávaxins bíls sem keppa á við BMW 3-línuna og aðra gæðabíla í þeim stærðarflokki. Mikið veltur á þessum bíl en haft var eftir einum af yfirmönnum Jaguar að tilvist fyrirtækisins velti á því hvernig til tekst með þennan bíl. Það þýðir að ef hann fær ekki góðar móttökur gæti hann orðið síðasti bíllinn sem Jaguar framleiðir. Þessi nýi bíll hefur fengið nafnið XS og á að verða tæknivæddasti, eyðslugrennsti og flottasti bíllinn í þessum stærðarflokki. Hann á ekki að verða jafn góður og bestu bílarnir í flokknum, heldur að slá þeim öllum við og það rækilega. Gott ef satt mun reynast, en það er greinilega mikið undir. Indverskir eigendur Jaguar/Land Rover, Tata, eru greinilega orðnir þreyttir á að Land Rover búi til alla peningana og Jaguar eyði þeim. Grunnsmíði XS bílsins verður líklega einnig notuð fyrir Jaguar jeppling, en einnig fyrir nýja gerð Land Rover Evoque sem fær XL í enda nafns síns. Því er þarna verið að leggja grunn að þremur bílum í einu. Jaguar stefnir að því að ná 5% markaðshlutdeild í þessum stærðarflokki og það þýðir 80.000 bílar á ári. Fyrir aðdáendur Jaguar er bara að vona að það náist.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent