Löður með Rain-X á allan bílinn Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 10:15 Svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 Miklar endurbætur hafa verið gerðar á svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 þar sem nýr hugbúnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem boðið er upp á þá nýjung að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X.,,Við setjum á Rain-X á allan bílinn en þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur okkur sérstöðu að við yfirborðshyljum allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og alla jafna tíðkast,“ segir Páll Magnússon, rekstrar- og tæknistjóri á Löðri.,,Við tókum svampburstastöðina alveg í gegn og fengum nýjan og afar fullkomin tölvuhugbúnað sem er sá nýjasti í geiranum og hefur verið m.a. settur upp hjá Audi í Þýskalandi. Þetta er raunar ný stjórnstöð sem gerir alla vinnsluna á þessum 55 metra löngu þvottabraut öruggari og skilvirkari. Þvotturinn fer fram af mikilli nákvæmni. Við önnum einnig fleiri bílum sem þýðir að það dregur úr biðtíma viðskiptavina á háannatímum. Við erum stoltir af stöðinni og vörunum sem við erum að bjóða,“segir Páll og bætir við að boðið sé upp á dekkjasvertu sem er einnig nýjung og auk þess ný efni. Löður býður einnig upp á Rain-X á allan bílinn á snertilausu þvottastöðvum fyrirtækisins á Fiskislóð 29 og Grjóthálsi 8. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 þar sem nýr hugbúnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem boðið er upp á þá nýjung að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X.,,Við setjum á Rain-X á allan bílinn en þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur okkur sérstöðu að við yfirborðshyljum allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og alla jafna tíðkast,“ segir Páll Magnússon, rekstrar- og tæknistjóri á Löðri.,,Við tókum svampburstastöðina alveg í gegn og fengum nýjan og afar fullkomin tölvuhugbúnað sem er sá nýjasti í geiranum og hefur verið m.a. settur upp hjá Audi í Þýskalandi. Þetta er raunar ný stjórnstöð sem gerir alla vinnsluna á þessum 55 metra löngu þvottabraut öruggari og skilvirkari. Þvotturinn fer fram af mikilli nákvæmni. Við önnum einnig fleiri bílum sem þýðir að það dregur úr biðtíma viðskiptavina á háannatímum. Við erum stoltir af stöðinni og vörunum sem við erum að bjóða,“segir Páll og bætir við að boðið sé upp á dekkjasvertu sem er einnig nýjung og auk þess ný efni. Löður býður einnig upp á Rain-X á allan bílinn á snertilausu þvottastöðvum fyrirtækisins á Fiskislóð 29 og Grjóthálsi 8.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent