Loks samdráttur í bílasölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 08:45 Vel gekk hjá Ford í september vestnahafs. Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent
Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent