Nýr Suzuki SX4 S-Cross frumsýndur um helgina Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 08:45 Suzuki SX4 S-Cross Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent
Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent