Þýskir auka bílaframleiðsluna um 14% Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 15:30 Þýskir smíða og smíða bíla og flestir þeirra eru seldir utan heimalandsins. Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent