Frakkar stæla Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 10:15 Cévennes Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent