Verða allir BMW M-bílar fjórhjóladrifnir? Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 16:15 BMW M5 Allir kraftabílar BMW sem bera stafinn M hafa hingað til verið afturhjóladrifnir, nema X5 M og X6 M jepparnir, sem hafa eðlilega skartað fjórhjóladrifi. Það gæti breyst mjög hratt og er líklegasta ástæða þess að BMW hefur horft uppá það að samkeppnisbílar Audi og Mercedes Benz eru talsvert sneggri á sprettinum en M-bílar BMW, þrátt fyrir að búa ekki að meira afli. Bílar eins og Audi RS4, RS6 og RS7, Porsche Panamera Turbo og Mercedes Benz E63 AMG eru sneggri í hundraðið vegna fjórhjóladrifs þeirra. Um 80% kaupenda Mercedes Benz E63 AMG velja bílinn með fjórhjóladrifi og það er ástæða fyrir því. Allir þessir bílar eru sneggri í hundraðið en 4,0 sekúndur, en enginn BMW M bílanna er sneggri en 4,2 sekúndur vegna afturhjóladrifsins. M-deild BMW hefur algerlega einblínt á afturhjóladrif og telur að sportbílar eigi að vera þannig búnir, en líklega verða þeir að fara að kyngja stoltinu bráðlega því þeir eru að verða undir í samkeppninni. Reyndar kom til greina að M3 og M4 bílarnir yrðu með fjórhjóladrifi að síðustu kynslóð sem kom fram árið 2011, en nú er bara að sjá til hvort þeir verði þannig af næstu kynslóð. Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent
Allir kraftabílar BMW sem bera stafinn M hafa hingað til verið afturhjóladrifnir, nema X5 M og X6 M jepparnir, sem hafa eðlilega skartað fjórhjóladrifi. Það gæti breyst mjög hratt og er líklegasta ástæða þess að BMW hefur horft uppá það að samkeppnisbílar Audi og Mercedes Benz eru talsvert sneggri á sprettinum en M-bílar BMW, þrátt fyrir að búa ekki að meira afli. Bílar eins og Audi RS4, RS6 og RS7, Porsche Panamera Turbo og Mercedes Benz E63 AMG eru sneggri í hundraðið vegna fjórhjóladrifs þeirra. Um 80% kaupenda Mercedes Benz E63 AMG velja bílinn með fjórhjóladrifi og það er ástæða fyrir því. Allir þessir bílar eru sneggri í hundraðið en 4,0 sekúndur, en enginn BMW M bílanna er sneggri en 4,2 sekúndur vegna afturhjóladrifsins. M-deild BMW hefur algerlega einblínt á afturhjóladrif og telur að sportbílar eigi að vera þannig búnir, en líklega verða þeir að fara að kyngja stoltinu bráðlega því þeir eru að verða undir í samkeppninni. Reyndar kom til greina að M3 og M4 bílarnir yrðu með fjórhjóladrifi að síðustu kynslóð sem kom fram árið 2011, en nú er bara að sjá til hvort þeir verði þannig af næstu kynslóð.
Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent