Aka 16.000 kílómetra á 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 16:45 Ætli Land Rover Discovery bíllinn þoli 16.000 km akstur á 10 dögum. Það hljómar eins og áskorun í Top Gear að aka 16.000 km á 10 dögum, en svo er ekki. Það eru rallökumennirnir Robert Belcher og Stephen Cooper sem ætla með þessu að sanna að Land Rover Discovery LR3, sem þekktur er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli þennan þolakstur án þess að bila. Leiðin er líka afar spennandi sem þeir ætla að aka, eða frá London til Höfðaborgar í S-Afríku og fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll þeirra hefur reyndar fengið nokkra yfirhalningu til að þola þennan erfiða akstur. Undirvagn hans hefur verið styrktur og dekkin þola akstur á misjöfnum vegum sem þeir munu fara um. Einnig hefur verið bætt við auka eldsneytistanki svo að kapparnir þurfi nú ekki að vera að stoppa í sífellu til að fylla á. Aksturinn fer fram frá 4.-14. okt. og eru þeir því lagðir af stað. Bíllinn er með 2,7 lítra V6 dísilvél með túrbínu og þeir komast 1.930 km á hverri fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir þurfa að aka dag og nótt og skiptast á að aka. Ef eitthvað bilar er eins gott að það verði ekki í löndum Keníu og Líbíu, en þar er bæði örðugast að verða sér út um varahluti og hjálp og hættan mest á að einhver ásækist bíl þeirra. Þessi leið frá London til Höfðaborgar hefur verið farin áður í einum rikk á Fiat Panda bíl og tíminn þá var 10 sólarhringar, 13 klukkutímar og 28 mínútur. Það met ætla þeir kappar að bæta um a.m.k. 13 og hálfan klukkutíma. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent
Það hljómar eins og áskorun í Top Gear að aka 16.000 km á 10 dögum, en svo er ekki. Það eru rallökumennirnir Robert Belcher og Stephen Cooper sem ætla með þessu að sanna að Land Rover Discovery LR3, sem þekktur er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli þennan þolakstur án þess að bila. Leiðin er líka afar spennandi sem þeir ætla að aka, eða frá London til Höfðaborgar í S-Afríku og fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll þeirra hefur reyndar fengið nokkra yfirhalningu til að þola þennan erfiða akstur. Undirvagn hans hefur verið styrktur og dekkin þola akstur á misjöfnum vegum sem þeir munu fara um. Einnig hefur verið bætt við auka eldsneytistanki svo að kapparnir þurfi nú ekki að vera að stoppa í sífellu til að fylla á. Aksturinn fer fram frá 4.-14. okt. og eru þeir því lagðir af stað. Bíllinn er með 2,7 lítra V6 dísilvél með túrbínu og þeir komast 1.930 km á hverri fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir þurfa að aka dag og nótt og skiptast á að aka. Ef eitthvað bilar er eins gott að það verði ekki í löndum Keníu og Líbíu, en þar er bæði örðugast að verða sér út um varahluti og hjálp og hættan mest á að einhver ásækist bíl þeirra. Þessi leið frá London til Höfðaborgar hefur verið farin áður í einum rikk á Fiat Panda bíl og tíminn þá var 10 sólarhringar, 13 klukkutímar og 28 mínútur. Það met ætla þeir kappar að bæta um a.m.k. 13 og hálfan klukkutíma.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent