Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty var birt í dag og kemur íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fyrir í sýnishorninu, en hann fer með hlutverk í myndinni. Einnig bregður leikurunum Þórhalli Sigurðssyni og Gunnari Helgasyni fyrir.
Það er Ben Stiller sem leikstýrir og fer með aðalhlutverk en myndin, sem tekin var að hluta til á Íslandi, er byggð á skáldsögu eftir rithöfundinn James Thurber. Sagan var áður kvikmynduð árið 1947.
Kvikmyndin verður frumsýnd í desember en í nýju stiklunni má, líkt og í þeirri fyrri, meðal annars heyra í íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men.
Sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
