Bíllakk sem breytir um lit Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2013 08:45 Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent