Viðskipti erlent

Yellen í Seðlabankann

Gunnar Valþórsson skrifar
Yellen. Þessi kona mun, ef af líkum lætur, verða einn valdamesti einstaklingur í heimi.
Yellen. Þessi kona mun, ef af líkum lætur, verða einn valdamesti einstaklingur í heimi.
Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefni í dag Janet Yellen sem næsta Seðlabankastjóra Bandaríkjanna, eitt valdamesta embætti í heimi.

Ef öldungadeild Bandaríkjaþings fellst á skipunina mun hún taka við af Ben Bernanke sem gegnt hefur embættinu í átta ár. Yellen hefur veirð aðstoðar-seðlabankastjóri síðustu tvö árin og verði hún skipuð í embættið yrði hún fyrsta konan til að gegna því. Yellen hefur gegn mörgum áhrifastöðum í bandarísku viðskiptalífi auk þess sem hún hefur kennt við London School of Economics og Harvard háskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×