Top Gear uppfyllir draum langveikrar stúlku Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 10:30 Það er ekki amalegt að vera sóttur heim af Richard Hammond úr Top Gear þáttunum á bleikmáluðum Lamborghini Aventador, sérstaklega ekki ef maður er 8 ára, á miðjum bleika aldrinum! Þessu lenti Emilia Palmer frá Herefordshire í Englandi um daginn. Með þessu vildi Hammond uppfylla drauma hennar, en hún þjáist af lungnasjúkdómi sem krefst þess að hún verður stöðugt að stóla á súrefnisgjöf. Top Gear menn töluðu einhvern ágætan eiganda af þessum rándýra ofurbíl til að lána sér hann og fá að sprauta hann bleikan, bara til að gleðja stúlkuna. Hún ljómar náttúrulega þegar Hammond sýnir henni bílinn fágæta í þessum líka fína Barbie-lit. Hún fékk að skreppa af spítalanum til að taka á móti Hammond heima hjá sér og hefur örugglega ekki fundist það leiðinlegt. Svo tók við ánægjulegur bíltúr á bílnum. Top Gear menn gera fleira en gleðja bílaáhugmenn, þeir eru ötulir að gleðja þá sem stríða við mikla erfiðleika og dæmi um það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Það er ekki amalegt að vera sóttur heim af Richard Hammond úr Top Gear þáttunum á bleikmáluðum Lamborghini Aventador, sérstaklega ekki ef maður er 8 ára, á miðjum bleika aldrinum! Þessu lenti Emilia Palmer frá Herefordshire í Englandi um daginn. Með þessu vildi Hammond uppfylla drauma hennar, en hún þjáist af lungnasjúkdómi sem krefst þess að hún verður stöðugt að stóla á súrefnisgjöf. Top Gear menn töluðu einhvern ágætan eiganda af þessum rándýra ofurbíl til að lána sér hann og fá að sprauta hann bleikan, bara til að gleðja stúlkuna. Hún ljómar náttúrulega þegar Hammond sýnir henni bílinn fágæta í þessum líka fína Barbie-lit. Hún fékk að skreppa af spítalanum til að taka á móti Hammond heima hjá sér og hefur örugglega ekki fundist það leiðinlegt. Svo tók við ánægjulegur bíltúr á bílnum. Top Gear menn gera fleira en gleðja bílaáhugmenn, þeir eru ötulir að gleðja þá sem stríða við mikla erfiðleika og dæmi um það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent