Hagamúsin á stað í hjörtum margra Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 08:45 Hagamúsin var einstaklega krúttlegur bíll. Einn af sögufrægari bílum íslenskrar bílasögu er “Hagamúsin”, eða Renault 11CV sem fluttir voru inn í 195 eintökum í einu lagi árið 1947 án tilskilinna leyfa, á tímum innflutningshafta. Dómsmál gekk út af þessum innflutningi, en á meðan dvöldu þessir bílar innan girðingar nálægt Haga við Hofsvallagötu og biðu þess að gegna mikilvægu hlutverki. Þaðan er skemmtilega heitið “Hagamúsin” komið. Voru þeir af árgerð 1946.Fluttir inn án tilskilinna leyfaInnflutningsaðili þessara bíla var Reinhard Lárusson og átti hann fyrirtækið Columbus hf. sem hafði umboð fyrir Renault bíla á Íslandi. Reinhard hafði árið áður flutt inn 147 Renault bíla, en þegar kom að þessum innflutningi hafði hann aðeins fengið innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fjórum bílum, en svo voru allt í einu komnir 195 bílar til landsins og var hann þá kærður. Fór svo að Reinhard var dæmdur til hárra fjársekta og allir bílarnir, fyrir utan þá 4 sem hann hafði fengið leyfi fyrir, gerðir upptækir af ríkinu. Var þeim komið fyrir við Haga og máttu dúsa þar í rúmt ár. Þá var tekin ákvörðun um að styrkja nýstofnað happdrætti SÍBS og voru bílarnir notaðir sem aðalvinningar í fyrsta stórhappdrætti hins nýja félags.Fólksbílunum fjölgaði skyndilega um 6%.Innflutningur þessara bíla vakti á sínum tíma mikla athygli en árið 1947 voru fluttir inn 7.164 bílar, þar af 3.479 fólksbílar. Því fjölgaði fólksbílunum skyndilega um 6% með þessum innflutningi Reinhard. Undir vélarhlífinni á Renault 11CV var fjögurra strokka vél sem skilaði 10 hestöflum. Ekki hafa mörg eintök af þessum sérstaka bíl varðveist, en eitt þeirra á þó Ólafur Steinarsson, nýráðinn sveitastjóri á Þórshöfn, en hann gerði bílinn upp á þann ágæta hátt sem á myndinni sést. Hann eignaðist bílinn 14 ára og gerði hann upp með aðstoð föður síns og annarra góðra manna. Bíllinn er þó staddur í Reykjavík nú, þar sem Ólafur allra jafna býr. Annað eintak er á byggðasafninu á Görðum skammt frá Akranesi og bíll í ökuhæfu ástandi í Vík í Mýrdal. Ennfremur stendur til að gera upp einn á samgöngumynjasafninu að Stóragerði í Skagafirði.Heimilisbíll margra ÍslendingaSvo skemmtilega vill reyndar til að á heimili greinarritara var svona bíll heimilisbíllinn til margra ára og var hann aðallega keyrður af móður hans, en annar bíll var tiltækur á heimilinu. Hann fór nokkrar sögulegar ferðir út á land og þá yfirleitt troðinn af farþegum og farangri. Þar sem foreldrar móðirinnar á heimilinu bjuggu á Siglufirði voru ferðir tíðar þangað og varð á þeim tíma að fara um Siglufjarðarskarð, fyrir gerð Strákaganga. Urðu þá farþegar oft að fara úr bílnum og ýta honum upp erfiðustu kaflana, enda engir kraftar í kögglum “Hagamúsarinnar”. Minnisstæð eru einnig þau mistök greinarritara á frostköldum morgni að leggja varir sínar að stálgrind sem stóð uppúr framsætunum og festa þær rækilega á helfrosnu stálinu. Reyndist þrautin þyngri að aðskilja þær og stöngina köldu. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Einn af sögufrægari bílum íslenskrar bílasögu er “Hagamúsin”, eða Renault 11CV sem fluttir voru inn í 195 eintökum í einu lagi árið 1947 án tilskilinna leyfa, á tímum innflutningshafta. Dómsmál gekk út af þessum innflutningi, en á meðan dvöldu þessir bílar innan girðingar nálægt Haga við Hofsvallagötu og biðu þess að gegna mikilvægu hlutverki. Þaðan er skemmtilega heitið “Hagamúsin” komið. Voru þeir af árgerð 1946.Fluttir inn án tilskilinna leyfaInnflutningsaðili þessara bíla var Reinhard Lárusson og átti hann fyrirtækið Columbus hf. sem hafði umboð fyrir Renault bíla á Íslandi. Reinhard hafði árið áður flutt inn 147 Renault bíla, en þegar kom að þessum innflutningi hafði hann aðeins fengið innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fjórum bílum, en svo voru allt í einu komnir 195 bílar til landsins og var hann þá kærður. Fór svo að Reinhard var dæmdur til hárra fjársekta og allir bílarnir, fyrir utan þá 4 sem hann hafði fengið leyfi fyrir, gerðir upptækir af ríkinu. Var þeim komið fyrir við Haga og máttu dúsa þar í rúmt ár. Þá var tekin ákvörðun um að styrkja nýstofnað happdrætti SÍBS og voru bílarnir notaðir sem aðalvinningar í fyrsta stórhappdrætti hins nýja félags.Fólksbílunum fjölgaði skyndilega um 6%.Innflutningur þessara bíla vakti á sínum tíma mikla athygli en árið 1947 voru fluttir inn 7.164 bílar, þar af 3.479 fólksbílar. Því fjölgaði fólksbílunum skyndilega um 6% með þessum innflutningi Reinhard. Undir vélarhlífinni á Renault 11CV var fjögurra strokka vél sem skilaði 10 hestöflum. Ekki hafa mörg eintök af þessum sérstaka bíl varðveist, en eitt þeirra á þó Ólafur Steinarsson, nýráðinn sveitastjóri á Þórshöfn, en hann gerði bílinn upp á þann ágæta hátt sem á myndinni sést. Hann eignaðist bílinn 14 ára og gerði hann upp með aðstoð föður síns og annarra góðra manna. Bíllinn er þó staddur í Reykjavík nú, þar sem Ólafur allra jafna býr. Annað eintak er á byggðasafninu á Görðum skammt frá Akranesi og bíll í ökuhæfu ástandi í Vík í Mýrdal. Ennfremur stendur til að gera upp einn á samgöngumynjasafninu að Stóragerði í Skagafirði.Heimilisbíll margra ÍslendingaSvo skemmtilega vill reyndar til að á heimili greinarritara var svona bíll heimilisbíllinn til margra ára og var hann aðallega keyrður af móður hans, en annar bíll var tiltækur á heimilinu. Hann fór nokkrar sögulegar ferðir út á land og þá yfirleitt troðinn af farþegum og farangri. Þar sem foreldrar móðirinnar á heimilinu bjuggu á Siglufirði voru ferðir tíðar þangað og varð á þeim tíma að fara um Siglufjarðarskarð, fyrir gerð Strákaganga. Urðu þá farþegar oft að fara úr bílnum og ýta honum upp erfiðustu kaflana, enda engir kraftar í kögglum “Hagamúsarinnar”. Minnisstæð eru einnig þau mistök greinarritara á frostköldum morgni að leggja varir sínar að stálgrind sem stóð uppúr framsætunum og festa þær rækilega á helfrosnu stálinu. Reyndist þrautin þyngri að aðskilja þær og stöngina köldu.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent