Flottur Chrysler sem aldrei varð Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 14:15 Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent