200% aukning á sölu rafmagnsbíla í BNA Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 16:15 Nissan Leaf selst nú vel í Bandaríkjunum. Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Feykileg fjölgun rafmagnsbíla hefur orðið í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðaltalsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir 3 mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Bara Nissan Leaf hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukningin á milli ára er 317%. Bílgerðum í rafmagnsbílum hefur fjölgað að sama skapi, en þær voru aðeins 7 árið 2010, 13 árið 2011, 20 í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar mjög uppá pallborðið nú, enda víða miklar hvatar í boði við kaup á slíkum bílum. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Feykileg fjölgun rafmagnsbíla hefur orðið í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðaltalsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir 3 mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Bara Nissan Leaf hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukningin á milli ára er 317%. Bílgerðum í rafmagnsbílum hefur fjölgað að sama skapi, en þær voru aðeins 7 árið 2010, 13 árið 2011, 20 í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar mjög uppá pallborðið nú, enda víða miklar hvatar í boði við kaup á slíkum bílum.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent