Borga 90 milljarða vegna verðsamráðs Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2013 17:59 Starfsmenn í bílaverksmiðju Chrysler Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent
Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent