Borga 90 milljarða vegna verðsamráðs Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2013 17:59 Starfsmenn í bílaverksmiðju Chrysler Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent
Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent