Naut ruglast á mótorhjóli og kú Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 08:45 Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent
Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent