Óvænt útspil Audi í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 10:45 Audi Nanuk Quattro er hæfættur og öflugur Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent