Tugþúsundir brúa í Bandaríkjunum að hruni komnar Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 09:28 Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent