Suzuki innkallar 194.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 13:15 Suzuki Grand Vitara Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent
Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent