Glerhörð sportútgáfa Opel Astra Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 08:45 Sannarlega fagur sýnum. Reynsluakstur - Opel Astra GTC Opel bílamerkið hefur ekki verið mjög áberandi hér á landi á síðustu árum, enda ekki svo langt síðan að bílar þess voru aftur í boði eftir nokkurra ára fjarveru. Opel er einn af hinum góðu þýsku bílaframleiðendum og þó svo merki þess sé ekki eins þekkt og flestra hinna, stendur Opel merkið fyrir gæði og góða smíð. Því til vitnis hefur Opel hlotið margskonar viðurkenningar fyrir bíla sína á síðustu árum og bilanatíðni þeirra er meðal þeirra allra lægstu. Opel smíðar bíla í flestum stærðarflokkum, en einn hinna smærri er Opel Astra. Hann kemur í nokkrum útfærslum og ein þeirra er einkennd með stöfunum GTC og er það sportlegasta útfærsla Astra. Sá bíll var tekinn til kostanna og ekið af mikilli áfergju fyrir stuttu. Svo breitt er úrvalið á Opel Astra að eingöngu í GTC útfærslu hans má fá þrjár gerðir. Sú aflminnsta er með 140 hestafla bensínvél, en einnig má fá hann með 170 og 280 hestafla vélum. Reynd var aflminnsta útfærsla bílsins með sjálfskiptingu, en hann er eingöngu í boði með þá skiptingu. Athygli vekur að aðeins munar tvö hundruð þúsund krónum á þessum bíl og 180 hestafla útfærslu hans með beinskiptingu, en þannig vilja vafalaust flestir kaupendur svona sportbíls hafa hann. Verð reynsluakstursbílsins er 5.190.000 krónur en sá aflmeiri og beinskipti er á 5.390.000. Það var því reynsluökumanni næsta óskiljanlegt af hverju sá aflminni var fluttur inn yfirhöfuð, en sá aflmeiri sást ekki. Fríður bíll með glerharða fjöðrun Þegar sest er inn í Opel Astra CTC verður það ökumanni strax ljóst að þar fer sportlegur bíll. Sætin eru hörð en halda vel utanum ökumann. Um leið og lagt er af stað eykst þessi tilfinning ef eitthvað er því fjöðrun bílsins er glerhörð, eins og eðlilegt er fyrir sportbíl. Útlit bílsins rýmar einnig við þessa sportlegu eiginleika hans, coupe lagið og að hann er tveggja hurða. Hurðirnar eru fyrir vikið ansi stórar og þungar, en stærð þeirra er einnig kostur hvað það varðar að ekki er þröngt að komast í aftursætin. Það skal þó tekið fram að Opel Astra GTC er ekki með hreinræktað coupe lag heldur er hann í fremur litlum flokki sem meðal annars telja bíla eins og Volkswagen Scirocco og Hyundai Velostar þar sem genin liggja á milli coupe útlits og hefðbundins útlits venjulegra fólksbíla. Svo ólíkur er Astra GTC bíllinn hefðbundnum Astra að enginn hlutur í ytra byrði hans er sameiginlegur fimm dyra bílnum. Að mati reynsluökumanns er þessi GTC bíll talsvert mun fallegri en hin venjulega Astra. Þó svo Astra sé næst minnsti bíll Opel á eftir Corsa er þetta ekki svo smár bíll. Vel fer um 4 farþega, en ekki er hægt að mæla með þeim fimmta, nema smár sé. Stærri en sýnist í fyrstu Þegar inn í bílinn er komið er þó alls ekki mikill munur á venjulegum Astra bíl og GTC bílnum. Flest í innréttingunni virðist vera eins og alveg hægt að ruglast á þeim hvað það varðar. Með þessu hefur Opel vonandi sparað sér heilmikinn þróunarkostnað en fyrir vikið er fátt sem segir ökumanni að hann sé staddur í sportbíl því engir sportstælar eru þar áberandi. Allt er þó greinilega vel smíðað eins og algilt er um bíla Opel. Báðir eiga bílarnir þó það sameiginlegt að neðarlega er setið í bílnum og það er helst sú staðreynd sem gefur sport tilfinningu. Vegna þess að bíllinn er tveggja dyra er langt að sækja bílbeltið fyrir aftan ökumann og eins gott að vinstri öxlin sé liðug til að ná í beltið. Gluggar bílsins eru litlir, eins og títt er með sportlega bíla og fyrir vikið er útsýnið úr bílnum ekki með besta móti og afturglugginn er svo smár að erfiðleikum getur verið bundið að leggja bílnum í stæði. Nægt pláss er þó bæði fyrir framsætisfarþega sem og í aftursætinu og fótarými er alls ekki skert þar. Athyglivert má telja að skottrýmið er ári gott og 30 lítrum stærra en í venjulegum Astra og telst 380 lítrar, alls ekki slæmt fyrir bíl í þessum flokki. Óhætt að mæla með kraftmeiri útfærslu bílsins Bæði bil á milli hjóla og öxla er meira en í 5 dyra bílnum og ekki aðeins bætir það aksturseiginleika bílsins heldur einnig innanrými hans. GTC bíllinn hefur fengið HiPerStrut fjöðrunarbúnaðinn að láni frá stærra bróði hans, Opel Insignia. Fjöðrunin er glerhörð, sem við mátti svosem búast af svona bíl, en hún er eiginlega of hörð, sérstaklega í ljósi þess að ekki er um mjög öflugan bíl að ræða, aðeins 140 hestöfl. Því hefði verið meira við hæfi að vera með 170 hestafla útfærslu hans með þessari stífu fjöðrun. Að auki væri betra að hafa bílinn beinskiptan, það hæfir einfaldlega ekki svona bíl að vera sjálfskiptur. Þarna hlýtur Opel að vera hugsa um markhópinn sem alls ekki vill beinskiptingu, en þeir hinir sömu ættu bara að fá sér venjulegan Astra bíl og spara sér verðmuninn sem þar er á milli. Akstureiginleikar bílsins eru nokkuð góðir en ná engu að síður ekki mörgum af keppinautum hans, sem svo til allir koma með öflugri vélum og liggja enn betur í krefjandi akstri. Fyrir svona bíl er vélin of afllítil og því er ekki hægt annað en mæla frekar með 170 hestafla útfærslunni með beinskiptingu. Furðu sætir að hann er aðeins tvö hundruð þúsundum dýrari og fyrir vikið örugglega ágæt kaup. Þó má segja að hann er samt kominn hættulega nálægt verði Volkswagen Golf GTI sem er með 220 hestafla vél og Kia Pro cee´d GT með 201 hestafla vél. Það veður samt ekki tekið af þessum bíl að hann er fallegur og vakti athygli á vegunum. Kostir: Fegurð, stærð, skottrými Ókostir: Hörð fjöðrun , afl, verð 1,4 l. bensín og túrbína, 140 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 159 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 5.190.000 kr. Umboð: BL (Opel sýningarsalur í Ármúla) Einnig nokkuð laglegur að innan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Reynsluakstur - Opel Astra GTC Opel bílamerkið hefur ekki verið mjög áberandi hér á landi á síðustu árum, enda ekki svo langt síðan að bílar þess voru aftur í boði eftir nokkurra ára fjarveru. Opel er einn af hinum góðu þýsku bílaframleiðendum og þó svo merki þess sé ekki eins þekkt og flestra hinna, stendur Opel merkið fyrir gæði og góða smíð. Því til vitnis hefur Opel hlotið margskonar viðurkenningar fyrir bíla sína á síðustu árum og bilanatíðni þeirra er meðal þeirra allra lægstu. Opel smíðar bíla í flestum stærðarflokkum, en einn hinna smærri er Opel Astra. Hann kemur í nokkrum útfærslum og ein þeirra er einkennd með stöfunum GTC og er það sportlegasta útfærsla Astra. Sá bíll var tekinn til kostanna og ekið af mikilli áfergju fyrir stuttu. Svo breitt er úrvalið á Opel Astra að eingöngu í GTC útfærslu hans má fá þrjár gerðir. Sú aflminnsta er með 140 hestafla bensínvél, en einnig má fá hann með 170 og 280 hestafla vélum. Reynd var aflminnsta útfærsla bílsins með sjálfskiptingu, en hann er eingöngu í boði með þá skiptingu. Athygli vekur að aðeins munar tvö hundruð þúsund krónum á þessum bíl og 180 hestafla útfærslu hans með beinskiptingu, en þannig vilja vafalaust flestir kaupendur svona sportbíls hafa hann. Verð reynsluakstursbílsins er 5.190.000 krónur en sá aflmeiri og beinskipti er á 5.390.000. Það var því reynsluökumanni næsta óskiljanlegt af hverju sá aflminni var fluttur inn yfirhöfuð, en sá aflmeiri sást ekki. Fríður bíll með glerharða fjöðrun Þegar sest er inn í Opel Astra CTC verður það ökumanni strax ljóst að þar fer sportlegur bíll. Sætin eru hörð en halda vel utanum ökumann. Um leið og lagt er af stað eykst þessi tilfinning ef eitthvað er því fjöðrun bílsins er glerhörð, eins og eðlilegt er fyrir sportbíl. Útlit bílsins rýmar einnig við þessa sportlegu eiginleika hans, coupe lagið og að hann er tveggja hurða. Hurðirnar eru fyrir vikið ansi stórar og þungar, en stærð þeirra er einnig kostur hvað það varðar að ekki er þröngt að komast í aftursætin. Það skal þó tekið fram að Opel Astra GTC er ekki með hreinræktað coupe lag heldur er hann í fremur litlum flokki sem meðal annars telja bíla eins og Volkswagen Scirocco og Hyundai Velostar þar sem genin liggja á milli coupe útlits og hefðbundins útlits venjulegra fólksbíla. Svo ólíkur er Astra GTC bíllinn hefðbundnum Astra að enginn hlutur í ytra byrði hans er sameiginlegur fimm dyra bílnum. Að mati reynsluökumanns er þessi GTC bíll talsvert mun fallegri en hin venjulega Astra. Þó svo Astra sé næst minnsti bíll Opel á eftir Corsa er þetta ekki svo smár bíll. Vel fer um 4 farþega, en ekki er hægt að mæla með þeim fimmta, nema smár sé. Stærri en sýnist í fyrstu Þegar inn í bílinn er komið er þó alls ekki mikill munur á venjulegum Astra bíl og GTC bílnum. Flest í innréttingunni virðist vera eins og alveg hægt að ruglast á þeim hvað það varðar. Með þessu hefur Opel vonandi sparað sér heilmikinn þróunarkostnað en fyrir vikið er fátt sem segir ökumanni að hann sé staddur í sportbíl því engir sportstælar eru þar áberandi. Allt er þó greinilega vel smíðað eins og algilt er um bíla Opel. Báðir eiga bílarnir þó það sameiginlegt að neðarlega er setið í bílnum og það er helst sú staðreynd sem gefur sport tilfinningu. Vegna þess að bíllinn er tveggja dyra er langt að sækja bílbeltið fyrir aftan ökumann og eins gott að vinstri öxlin sé liðug til að ná í beltið. Gluggar bílsins eru litlir, eins og títt er með sportlega bíla og fyrir vikið er útsýnið úr bílnum ekki með besta móti og afturglugginn er svo smár að erfiðleikum getur verið bundið að leggja bílnum í stæði. Nægt pláss er þó bæði fyrir framsætisfarþega sem og í aftursætinu og fótarými er alls ekki skert þar. Athyglivert má telja að skottrýmið er ári gott og 30 lítrum stærra en í venjulegum Astra og telst 380 lítrar, alls ekki slæmt fyrir bíl í þessum flokki. Óhætt að mæla með kraftmeiri útfærslu bílsins Bæði bil á milli hjóla og öxla er meira en í 5 dyra bílnum og ekki aðeins bætir það aksturseiginleika bílsins heldur einnig innanrými hans. GTC bíllinn hefur fengið HiPerStrut fjöðrunarbúnaðinn að láni frá stærra bróði hans, Opel Insignia. Fjöðrunin er glerhörð, sem við mátti svosem búast af svona bíl, en hún er eiginlega of hörð, sérstaklega í ljósi þess að ekki er um mjög öflugan bíl að ræða, aðeins 140 hestöfl. Því hefði verið meira við hæfi að vera með 170 hestafla útfærslu hans með þessari stífu fjöðrun. Að auki væri betra að hafa bílinn beinskiptan, það hæfir einfaldlega ekki svona bíl að vera sjálfskiptur. Þarna hlýtur Opel að vera hugsa um markhópinn sem alls ekki vill beinskiptingu, en þeir hinir sömu ættu bara að fá sér venjulegan Astra bíl og spara sér verðmuninn sem þar er á milli. Akstureiginleikar bílsins eru nokkuð góðir en ná engu að síður ekki mörgum af keppinautum hans, sem svo til allir koma með öflugri vélum og liggja enn betur í krefjandi akstri. Fyrir svona bíl er vélin of afllítil og því er ekki hægt annað en mæla frekar með 170 hestafla útfærslunni með beinskiptingu. Furðu sætir að hann er aðeins tvö hundruð þúsundum dýrari og fyrir vikið örugglega ágæt kaup. Þó má segja að hann er samt kominn hættulega nálægt verði Volkswagen Golf GTI sem er með 220 hestafla vél og Kia Pro cee´d GT með 201 hestafla vél. Það veður samt ekki tekið af þessum bíl að hann er fallegur og vakti athygli á vegunum. Kostir: Fegurð, stærð, skottrými Ókostir: Hörð fjöðrun , afl, verð 1,4 l. bensín og túrbína, 140 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 159 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 5.190.000 kr. Umboð: BL (Opel sýningarsalur í Ármúla) Einnig nokkuð laglegur að innan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent