Veisla fyrir augun í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 10:15 Audi Nanuk Quattro á bílasýningunni í Frankfurt. Mikið er um dýrðir á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt í Þýskalandi. Bílablað Fréttablaðsins var á staðnum í síðustu viku, fyrstu daga sýningarinnar sem ætlaðir eru blaðamönnum. Nærfellt allir bílaframleiðendur eru á sýningunni og sýnendur í heild tæplega 1.100 talsins. Fjöldi bíla á sýningunni er á annað þúsund. Mikil upplifun er að koma á þessa sýningu, sem er ævinlega talin sú mikilvægasta og stærsta í Evrópu á hverju ári. Stærð sýningarhallanna, sem eru margar, er nánast ógnvænleg og heildarstærð sýningarsvæðisins er 230.000 fermetrar. Til samanburðar var Kringlan 30.000 fermetrar er hún opnaði. Hugmyndabílar til að kanna viðbrögð Dvelja þarf í nokkra daga til að komast með góðu móti yfir sýninguna alla, en þónokkur fjöldi sýnenda eru ekki bílaframleiðendur heldur íhlutaframleiðendur eða tengjast bílgreininni. Á tveimur dögum má þó sjá svo til alla bíla sýningarinnar og flokkast það undir hátíðarveislu fyrir bílaáhugamenn. Margir bílaframleiðendur kynntu nýja hugmyndabíla, sem allsendis óvíst er að fari í framleiðslu. Það eru einmitt viðbrögð almennings og blaðamanna á svona sýningum sem ráða mestu um hvort slíkir bílar verða að framleiðslubílum eða hilluskrauti. Ávallt er mikið um frumsýningar nýrra bíla eða á nýjum kynslóðum þekktra bíla. Myndum af sumum þeirra hefur lekið út fyrir frumsýningu þeirra, en aðrir hafa sloppið við slíkt og þess athygliverðara að sjá þá meðal fyrstu manna. Mjög einkennandi fyrir sýninguna í ár er áhersla bílaframleiðenda á rafmagnsbíla og bíla með tvinntækni. Svo til allir framleiðendur sýndu þannig bíla og greinilegt að enginn þeirra vill tapa af lestinni þar. Þessi sýning nú í Frankfürt mun öðru fremur skilja eftir sig þetta einkenni og því virðist framtíð rafmagnsbíla vera björt. Þýsku framleiðendurnir með sér sýningarhallir Hreint ótrúlegt er að sjá hversu mikið bílaframleiðendur leggja í sín sýningarsvæði og nokkrir þeirra eru með sér hús og eru þau engin smásmíði. Á þetta helst við um þýsku bílaframleiðendurna, enda eru þeir þarna á heimavelli. Sýningarhús Audi vakti líklega mesta athygli, en húsið tók Audi með sér og reisti á svæðinu. Glæsileiki þess er inn er komið var slíkur að andlitið ætlaði hreinlega að detta af og fallegir bílar Audi rímuðu vel við. Mercedes Benz og BMW voru líka með eigin hallir, stórglæsilegar og hjá BMW var heillöng akstursbraut sem náði bæði undir og yfir sýningargesti. Þar var ekið með gesti í rafmagnsbílnum BMW i3 og fleiri gerðum BMW bíla. Stærsti einstaki sýnandinn var þó Volkswagen, sem var í stærstu sýningarhöllinni ásamt öllum öðrum þeim bílamerkjum sem tilheyra Volkswagen stórfjölskyldunni, nema Audi. Volkswagen sýndi 56 bíla af öllu færri bílgerðum, en í mismunandi útfærslum. Undir Volkswagen og undirmerki þess dugði ekkert minna en 19.000 fermetrar. Enn fylgja fögrum bílum fögur fljóð Athyglivert er að upplifa mismuninn á þeim dögum sem eingöngu eru ætlaðir blaðamönnum og svo almenningi. Á blaðamannadögunum, þar sem myndavélar þeirra smella ótt og títt, er vart þverfótað fyrir fallegum stúlkum sem standa við bílana og setja sig í viðeigandi stellingar og með helfrosið bros. Þeim fækkar mjög er kemur að dögunum fyrir almenning. Vera hinna fögru fljóða á þessum sýningum hefur orðið mörgum femínistanum skotspónn, en svo virðist sem það sé alls ekki á undanhaldi að para saman fagrar stúlkur og flotta bíla á bílasýningum. Á blaðamannadögunum eru miklu færri gestir og mjög rúmt um þá sem vilja ná góðum myndum af bílunum. Hugmyndabíllinn Opel Monza vakti einnig mikla athygli og ekki skorti fögru fljóðin. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Mikið er um dýrðir á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt í Þýskalandi. Bílablað Fréttablaðsins var á staðnum í síðustu viku, fyrstu daga sýningarinnar sem ætlaðir eru blaðamönnum. Nærfellt allir bílaframleiðendur eru á sýningunni og sýnendur í heild tæplega 1.100 talsins. Fjöldi bíla á sýningunni er á annað þúsund. Mikil upplifun er að koma á þessa sýningu, sem er ævinlega talin sú mikilvægasta og stærsta í Evrópu á hverju ári. Stærð sýningarhallanna, sem eru margar, er nánast ógnvænleg og heildarstærð sýningarsvæðisins er 230.000 fermetrar. Til samanburðar var Kringlan 30.000 fermetrar er hún opnaði. Hugmyndabílar til að kanna viðbrögð Dvelja þarf í nokkra daga til að komast með góðu móti yfir sýninguna alla, en þónokkur fjöldi sýnenda eru ekki bílaframleiðendur heldur íhlutaframleiðendur eða tengjast bílgreininni. Á tveimur dögum má þó sjá svo til alla bíla sýningarinnar og flokkast það undir hátíðarveislu fyrir bílaáhugamenn. Margir bílaframleiðendur kynntu nýja hugmyndabíla, sem allsendis óvíst er að fari í framleiðslu. Það eru einmitt viðbrögð almennings og blaðamanna á svona sýningum sem ráða mestu um hvort slíkir bílar verða að framleiðslubílum eða hilluskrauti. Ávallt er mikið um frumsýningar nýrra bíla eða á nýjum kynslóðum þekktra bíla. Myndum af sumum þeirra hefur lekið út fyrir frumsýningu þeirra, en aðrir hafa sloppið við slíkt og þess athygliverðara að sjá þá meðal fyrstu manna. Mjög einkennandi fyrir sýninguna í ár er áhersla bílaframleiðenda á rafmagnsbíla og bíla með tvinntækni. Svo til allir framleiðendur sýndu þannig bíla og greinilegt að enginn þeirra vill tapa af lestinni þar. Þessi sýning nú í Frankfürt mun öðru fremur skilja eftir sig þetta einkenni og því virðist framtíð rafmagnsbíla vera björt. Þýsku framleiðendurnir með sér sýningarhallir Hreint ótrúlegt er að sjá hversu mikið bílaframleiðendur leggja í sín sýningarsvæði og nokkrir þeirra eru með sér hús og eru þau engin smásmíði. Á þetta helst við um þýsku bílaframleiðendurna, enda eru þeir þarna á heimavelli. Sýningarhús Audi vakti líklega mesta athygli, en húsið tók Audi með sér og reisti á svæðinu. Glæsileiki þess er inn er komið var slíkur að andlitið ætlaði hreinlega að detta af og fallegir bílar Audi rímuðu vel við. Mercedes Benz og BMW voru líka með eigin hallir, stórglæsilegar og hjá BMW var heillöng akstursbraut sem náði bæði undir og yfir sýningargesti. Þar var ekið með gesti í rafmagnsbílnum BMW i3 og fleiri gerðum BMW bíla. Stærsti einstaki sýnandinn var þó Volkswagen, sem var í stærstu sýningarhöllinni ásamt öllum öðrum þeim bílamerkjum sem tilheyra Volkswagen stórfjölskyldunni, nema Audi. Volkswagen sýndi 56 bíla af öllu færri bílgerðum, en í mismunandi útfærslum. Undir Volkswagen og undirmerki þess dugði ekkert minna en 19.000 fermetrar. Enn fylgja fögrum bílum fögur fljóð Athyglivert er að upplifa mismuninn á þeim dögum sem eingöngu eru ætlaðir blaðamönnum og svo almenningi. Á blaðamannadögunum, þar sem myndavélar þeirra smella ótt og títt, er vart þverfótað fyrir fallegum stúlkum sem standa við bílana og setja sig í viðeigandi stellingar og með helfrosið bros. Þeim fækkar mjög er kemur að dögunum fyrir almenning. Vera hinna fögru fljóða á þessum sýningum hefur orðið mörgum femínistanum skotspónn, en svo virðist sem það sé alls ekki á undanhaldi að para saman fagrar stúlkur og flotta bíla á bílasýningum. Á blaðamannadögunum eru miklu færri gestir og mjög rúmt um þá sem vilja ná góðum myndum af bílunum. Hugmyndabíllinn Opel Monza vakti einnig mikla athygli og ekki skorti fögru fljóðin.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent