Kelsey Grammer er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni The Expendables 3. Hann mun leika Bonaparte, fyrrverandi málaliða, sem aðstoðar félagana í Expendables-hópnum.
Nicolas Cage var upphaflega boðið að leika Bonaparte.
Hinn 58 ára Grammer, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Frasier, bætist í hóp með köppum á borð við Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Jason Statham, Harrison Ford, Mel Gibson, Antonio Banderas, Jet Li, Dolph Lundgren, Wesley Snipes og Terry Crews, sem allir leika í myndinni.
Milla Jovovich verður einnig á meðal leikara en Bruce Willis verður fjarri góðu gamni í þetta sinn.
The Expendables 3 kemur út í ágúst á næsta ári.
