Frakkar auka refsiskatta á eyðslufreka bíla Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 08:45 Stórir lúxusbílar eru þyrstari í sopann. Í Frakklandi hafa verið í gildi frá árinu 2008 háir skattar á bíla sem eyða miklu. Nú nema þeir 6.000 Evrum, eða um 950.000 krónum sem fólk þarf að greiða við kaup á slíkum bílum. Nýjustu áform franskra stjórnvalda er að hækka þetta gjald enn frekar, í 8.000 Evrur, eða í 1.250.000 krónur. Ekki er víst að þetta falli í mjög góðan jarðveg hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum, en þeir öndvert við þá frönsku framleiða aðallega þá bíla sem falla í þennan flokk. Munu þeir vafalaust halda því fram sem fyrr að með þessu séu stjórnvöld í Frakklandi að reyna að halda bílum þeirra frá franska markaðnum og styrkja framleiðslu frönsku bílaframleiðendanna, sem aðallega framleiða sparneytna bíla sem kosta lítið, eru kraftminni og innihalda ekki eins mikinn lúxus. Má færa gild rök fyrir því sjónarmiði, en aðrir benda á að aðgerðin sé eingöngu með umhverfissjónarmið í huga. Með þessu ætla frönsk stjórnvöld að hala inn 16,2 milljónir króna til viðbótar á næsta ári og ekki veitir þeim víst af í fjárvanda sínum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent
Í Frakklandi hafa verið í gildi frá árinu 2008 háir skattar á bíla sem eyða miklu. Nú nema þeir 6.000 Evrum, eða um 950.000 krónum sem fólk þarf að greiða við kaup á slíkum bílum. Nýjustu áform franskra stjórnvalda er að hækka þetta gjald enn frekar, í 8.000 Evrur, eða í 1.250.000 krónur. Ekki er víst að þetta falli í mjög góðan jarðveg hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum, en þeir öndvert við þá frönsku framleiða aðallega þá bíla sem falla í þennan flokk. Munu þeir vafalaust halda því fram sem fyrr að með þessu séu stjórnvöld í Frakklandi að reyna að halda bílum þeirra frá franska markaðnum og styrkja framleiðslu frönsku bílaframleiðendanna, sem aðallega framleiða sparneytna bíla sem kosta lítið, eru kraftminni og innihalda ekki eins mikinn lúxus. Má færa gild rök fyrir því sjónarmiði, en aðrir benda á að aðgerðin sé eingöngu með umhverfissjónarmið í huga. Með þessu ætla frönsk stjórnvöld að hala inn 16,2 milljónir króna til viðbótar á næsta ári og ekki veitir þeim víst af í fjárvanda sínum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent