Hefur ekið 3.000.000 mílur á Volvo P1800 Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 10:45 Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina! Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina!
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent