Misdýrt að eiga bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 12:15 Betra er að búa í Oregon en Georgíu er kemur að rekstri bíla. Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698). Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent
Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698).
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent