Panamera diesel fær 50 aukahestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 15:45 Porsche Panamera diesel Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent