Mikil bílasala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 14:00 BMW seldi 45% fleiri bíla í ágúst nú en í fyrra Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent