Grilluðu 64 bíla í stað kjöts Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2013 09:45 Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent
Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent