Saleen mældur 2.200 hestöfl á DYNO mæli Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2013 09:15 Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá? Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent
Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá?
Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent