Audi kennir könum að kaupa dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 08:45 Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent
Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent